mánudagur, 28. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þrátt fyrir enga þynnku í gær ákvað ég samt sem áður að taka lokahnykkinn í þynnkuferlinu og leigja mér spólu um kvöldið ásamt því að borða óhollustu sem samsvarar 12 kílóum af hreinni svínafitu. Myndin sem varð fyrir valinu heitir Equilibrium en hún fór beint á myndband á Íslandi. Myndin er vísindaskáldsaga sem segir frá samfélagi framtíðarinnar, Liberiu, þar sem mannlegar tilfinningar eru bannaðar til að koma í veg fyrir stríð. Til að framkalla doðann er lyfi útdeilt og þeir sem það ekki taka eru drepnir af útsendurum. Myndin er frekar dauf til að byrja með, skiljanlega, en tekst svo á flug með fleiri og fleiri góðum bardagasenum. Christian Bale, sem er rauðskeggur, er góður í aðalhlutverkinu. Eins og alltaf vantar eitthvað upp á þannig að myndin fær tvær og hálfa stjörnu, jafnvel þrjár. Gaman þegar myndir koma manni svona skemmtilega á óvart.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.