föstudagur, 25. júlí 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það ríkir mikil hátíð í herbúðum veftímaritsins 'við rætur hugans' því bólan sem hefur verið á nefi ritstjórans (mínu) síðustu 5 daga er í rénun. Þetta er sama bóla og olli því að ég gat ekkert á körfuboltaæfingu miðvikudagskvöldið síðastliðið sökum jafnvægisleysis og þeirri staðreynd að hún blokkaði mér sýn. Ég var farinn að sætta mig við örlög mín; að eyða ævi minni með Súzí (mannúðlegra að gefa bólunni nafn) þegar mér datt það snjallræði í hug í gærkvöldi að fæla hana út með því að horfa á 'Traders' á skjá einum. Myndir af líki hennar verða birt innan tíðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.