Fimm mínútna þögnin gekk eins og í sögu fyrir utan símtal sem ég fékk í vinnunni 3 mínútur yfir 1 í gær en það reddaðist. Þögnin hafði samt sem áður slæm áhrif og olli ursla hjá msspro mönnum (sem hýsa allar myndir og annað áhugavert fyrir dágóða summu). Núna er staðan þannig að allt er horfið af þessum reikningi mínum, ég er bannaður á spjallborði síðunnar, þeir svara ekki e-mailum hjá mér og virðast ekki ætla að tilkynna mér þessa bilun yfir höfuð. Aldrei um ævina hef ég kynnst jafn hroðalegri þjónustu. Ef það verður ekki búið að laga þetta alltsaman þegar ég kem heim úr vinnunni þá mun ég hella úr skálum reiði minnar yfir helvítis fíflin.
Myndasíðan er semsagt óvirk, sum lög sem ég býð hérna til hægri virka ekki, random myndin til hægri birtist ekki og margar smámyndir á síðunni hverfa.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.