miðvikudagur, 23. júlí 2003


Eftirfarandi færsla er byggð á sönnum atburðum

Á laugardaginn tók ég þá afdrífaríku ákvörðun að vera svalur um kvöldið og rakaði því þau fáu hár sem á andliti mínu voru stödd utan nokkurra sem umléku skólpinn á mér þannig að úr kom skeifulaga motta sem náði niður á höku, rétt eins og þetta skegg nema mun þykkra, fínlegra og glæsilegra. Ég fór því næst á rúntinn og skemmti mér ágætlega þar til ég áttaði mig á því að ég myndi ekki draga neina glyðru með mér heim það kvöldið þrátt fyrir skeggið, nýju fatalínuna, vínrauða lancerinn og prúðlega framkomu. Ég fór því heim á leið og lagðist til svefns. Tár mín skemmdu næstum því leðurnáttfötin sem ég hafði keypt á tilboði í Sentrum á 27.000 krónur fyrr um daginn en gervibringuhárin sem stungust fram úr skyrtunni náðu að draga þau flest í sig og koma þannig í veg fyrir mikið fjárhagslegt og andlegt tjón.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.