mánudagur, 2. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gærkvöldið fór í skokk og videogláp ásamt því sem ég eldaði 3ja rétta máltíð fyrir sjálfan mig. Í forrétt voru saltstangir með pamerlmo ídýfu og með þeim drakk ég íslenskt bergvatn úr krana. Í aðalrétt eldaði ég ca 10 ss pylsur og setti snyrtilega upp á disk með Ítölsku sinnepi og sósu gerða úr tómötum. Með pylsunum drakk ég ca 3ja vikna gamalt bónus kóla sem ég leyfði að anda í rúman hálftíma fyrir neyslu. Í eftirrétt var svo súkkulaðidraumurinn eins og ég kýs að kalla hann en þar þýði ég gaddfreðinn bónus ís í ca 45 mínútur á eldhúsborðinu og set svo í plastskál með sterkri skeið. Ég velti því stundum fyrir mér eftir svona kvöldstund af hverju í ósköpunum ég sé einhleypur, jafnfær og ég er nú í eldhúsinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.