mánudagur, 2. júní 2003

Í gær keypti ég mér rauðan risa ópalpakka til að stytta mér stundirnar í vinnunni í dag. Þegar ég svo opnaði pakkann og fékk mér fyrsta ópalstykkið brá mér heldur betur í brún. Í pakkanum virtist hafa slysast inn eitt stykki af grænum ópal mér til óttablandinnar skemmtunar. Ég brosti í annað og hélt áfram ópalátinu, aðeins til að komast að því að restin var af réttri gerð. Það hefðu ekki allir brugðist jafn vel við mistökum þessum hjá Nóa Síríusi eins og ég, en svo að þetta endurtaki sig ekki hef ég að sjálfsögðu ritað þeim bréf þar sem ég fer fram á að börn í starfsfræðslu komi ekki nálægt ópalframleiðslu í framtíðinni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.