þriðjudagur, 24. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég veit að ég hef nefnt þetta áður en ég verð að gera það aftur. Það er ekki hægt að mæla nógu mikið með sænsku pönk-popp hljómsveitinni The Hives en ég hef verið að hlusta á diskinn Veni Vidi Vicious síðasta hálfa árið ca með kaffipásum og hann verður bara betri með tímanum. Hér er góð síða á yahoo þar sem þið getið m.a. séð myndbönd frá þeim, sem eru stórsniðug fyrir frábæra framkomu piltanna. Þeir komu meira að segja til landsins í fyrra að spila en annaðhvort peningaleysi eða heimska olli því að ég fór ekki. Ég gef disknum Veni Vidi Vicious 4 stjörnur (af fjórum mögulegum) þrátt fyrir að hann sé aðeins 28 mínútur að lengd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.