þriðjudagur, 24. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég gleymi að minnast á það að ég hef tekið út alla mína happdrættisheppni með einum smáskilaboðum í símann. Fyrir rúmri viku var ég staddur heima hjá mömmu, hafandi ekkert að gera og enginn heima. Tók ég þá upp á því að senda eitt stykki af smáskilaboðum í einhvern leik, sem kostaði mig kr. 99. Upp úr krafsinu fékk ég smáskilaboð þar sem mér var kunngjört að ég hafi unnið inn umgjarðir á GSM símann mínn að verðmæti kr. 2.490. Fyrir utan að umgjarðir á gsm síma eru með öllu tilgangslausar þá eru þær fáránlega dýrar eins og ég komst að í BT þegar ég gat aðeins fengið 1 umgjörð fyrir innistæðuna. Það er þó ekki laust við að ég sé örlítið vinsælli eftir að ég fékk mér þessa umgjörð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.