miðvikudagur, 25. júní 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrst ég hef mikið verið að tala um sjónvarp eða bíómyndir undanfarið þá er tilvalið að halda því áfram. Þættirnir 'Life with Bonnie' eru á skjá einum um þessar mundir og fjalla þeir um konu sem á fjölskyldu og sér um morgunþátt í bandarísku sjónvarpi. Fjöldinn allur af sæmilega þekktu fólki skýtur upp kollinum og dautt fólk hlær að bröndurum. Ég býst við því að þetta eigi að flokka undir gamanþætti en ég er þó ekki viss. Ég hef amk aldrei svo mikið sem brosað í annað að þessum þáttum, hvað þá meira. Þetta er ágætisdæmi um 'skondna' konu sem fær nægilegt fjármagn til að gera sína eigin þætti. Í raun eru þessir þættir svo sorglegir að ég legg allt í sölurnar til að sleppa við að horfa á þá og þegar ég hugsa nánar um það þá held ég það þetta séu verstu þættir sem ég hef nokkurntíman séð. Ég hvet sem flesta til að kíkja á þá og vera sammála mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.