föstudagur, 2. maí 2003

Það virðist vera orðinn fastur liður í hverri viku hjá mér að sofa yfir mig að minnsta kosti einu sinni. Ekki nóg með það heldur virðist ég alltaf hafa sofið á krumpu í koddanum þegar það gerist sem veldur því að ég fæ skemmtilegt eldrautt munstur í andlitið einhversstaðar sem fer ekki fyrr en seint og síðar meir, jafnvel ekki fyrr en á hádegi (þeas ef ég hef ekki sofið framyfir hádegi). Þetta munstur getur verið margvíslegt og í morgun náði ég þeim árangri að sofa á eins krumpu og sjá má í andlitinu á ný-sjálensku mönnunum í once were warriors. Hér má sjá mynd af krumpu morgunsins, sem enn lifir góðu lífi klukkan 10:35.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.