Er sallarólegur að hlusta á Lynard Skynard raula um sæta heimilið í Alabama. Eina góða kauntrílagið sem ég hef heyrt. Í kvöld horfði ég á Sorority boys með Gylfa, Björgvini og Eiríki Stefáni. Myndin er, nokkuð óvænt, frekar fyndin á köflum. Auðvitað er hún klisjukennd en það þarf ekki að vera slæmt ef maður býst ekki við miklu. Leikararnir eru fínir en það vantaði þó áþreifanlega meiri nekt. 2 stjörnur af 4.
Úr einu í annað. Það lítur út fyrir að ég og Björgvin séum komnir með íbúð í sumar. Þetta eru stórkostlegar fréttir og komu mjög á óvart þar sem eitthvað svona gengur mjög sjaldan upp hjá okkur bræðrunum. Þetta þýðir aðeins eitt; það verður innflutningsteiti á næsta leyti. Hafði planað að fá einhverja vini á góðum laugardegi í að hjálpa smá til með þessa íbúð, þeas að flytja allt draslið á milli og ýmislegt annað en í staðinn myndi ég elda fyrir vinina um kvöldið og djamma, svona eins og í bíómyndunum. Pant vera Pee Wee Herman.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.