Í gærkvöldi sá ég óvænt myndina 'Master of Disguise' með Dana Carvey í aðalhlutverki. Kynningin á myndinni er nokkuð spaugileg en hún gefur ekki í skyn hversu fáránlega ömurleg þessi mynd er. Ef þið hafið verið svo óheppin að sjá myndina 'The Pest', sem er versta mynd sem ég hef séð um ævina, þá vitiði ca um hvað hún snýst. Master of Disguise er sambland af verulega slæmum aulabröndurum og vitleysislegum fíflagangi. Það sorglegasta við myndina var að ég gat ekki hætt að hlægja, því brandararnir eru svo gjörsamlega út í hött.
Dæmi um atriði: Dana Carvey er mikið fyrir stelpur með stóra rassa í myndinni. Þegar hann og afi hans eru úti að labba í myndinni, borðandi ís í brauðformi sjá þeir aftan á síðhærða, feita manneskju með risarass og hund í eftirdragi. Þá segir afinn "Þetta gæti verið konan fyrir þig" og Dana Carvey tekur undir það. Þá snýr manneskjan sér við og í ljós kemur að þetta er skeggjaður karlmaður. Þeir kumpánar verða hvumsa og stinga þess vegna öllum ísnum upp í munninn, nema brauðforminu. Atriðið búið. Það liðu ca 4-5 sekúndur þar til ég, Björgvin og Andri vopnfirðingur sprungum úr hlátri.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.