Í dag er "spilum bara leiðinleg lög" dagurinn á rás 2. Hrafndís sem er á morgnanna hélt sig við leiðinlegu lögin sem hún spilar oftast. Eftir hádegi tók svo Óli Palli við og hefur þegar hingað er komið aðeins spilað leiðinleg lög, m.a. með Celine Dion, Cardigans, Iron Maiden og Siggu Beinteins. Það vantar bara Leoncie til að gera þennan dag leiðinlegasta tónlistardag í sögu útvarps á Íslandi.
Það er því heppilegt fyrir mig að ég skuli vera með diska á borð við 'White blood cells' með The white stripes, 'Discovery' með Daft Punk og auðvitað 'Best of Nick Cave & the bad seeds' í tölvunni til að bjarga geðheilsu minni.
Það má búast við hörkurifrildi hér fyrir neðan í athugasemdunum frá Iron Maiden og Siggu Beinteins aðdáendum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.