þriðjudagur, 6. maí 2003

Þessa stundina eru nokkur atriði sem ég skil lítið í. Þessi atriði eiga það öll sameiginlegt að vera tilgangslaus. Hér eru þau:

1. Hádegisleikfimin á stöð 2. Byrjar kl 12:25 ca og er til 12:35. Í fyrsta lagi, hver hreyfir sig í 10 mínútur? Í öðru lagi, hver hreyfir sig í hádeginu með magann fullan af mat? Í þriðja lagi, hver hreyfir sig fyrir framan sjónvarpið?
2. Fermingar. Til hvers í ósköpunum? Staðfesta skírnina? Og hvað?
3. Orðið "Alfarið" í sömu meiningu og "alveg". Dæmi: „Þessi ákvörðun er tekin alfarið á mína ábyrgð“. Af hverju ekki nota bara orðið "alveg"?
4. Innanbæjarslúður. Botna bara ekki í hvað er spennandi við það.
5. Kaffihús og kaffihúsapakk. Af hverju að sitja í óþægilegum stólum, borga alltof hátt verð fyrir kaffi eða aðra þjónustu og kafna úr sígarettureyk þegar hægt er að vera heima og sleppa við öll óþægindin?
6. Dans. Eins og áður segir; það dansar enginn edrú eða óbrjálaður.
7. Trú. Tæknin hefur gert hana tilgangslausa, a.m.k. fyrir mig.
8. Reykingar. Nokkrar ástæður fyrir því að reykja ekki. 1. Reykingar drepa, ekki bara vitleysinginn sem reykir heldur alla nálægt. 2. Gular tennir og mikil andfýla. 3. Verulega slæm lykt af reykingarmanni, fötum hans og allra í kringum reykingar. 4. Úthald minnkar mikið. 5. Hrukkur koma fyrr, þ.m.t. appelsínuhúðin. 6. Lækkar verð bíla ef þú reykir í honum, sama má segja um íbúðir. Lyktin næst seint úr. Ástæðan með reykingum: „Þetta er svo gott“.
9. Blogg. Af hverju ætti fólk að vilja lesa hugsanir annarra? Ó...

Man ekki eftir fleiri atriðum í augnablikinu.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.