sunnudagur, 20. apríl 2003

Um daginn horfði ég á myndina 'The Bourne identity' með Matt Damon og Franka Potente í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um mann sem finnst fljótandi á miðju ballarhafi, minnislaus og illa farinn. Smá saman kemur í ljós hver hann er og hvert verkefni hans er. Ágætis mynd sem er vel leikin. Hún er meira Evrópsk en bandarísk finnst mér, sem gerir hana raunverulegri. Kannski fannst mér hún ekki betri af því ég var veikur þegar ég horfði á hana en mér fannst eitthvað vanta. 2 stjörnur af 4. Moby á flott lag í lokin á myndinni.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.