sunnudagur, 20. apríl 2003

Eftir að hafa séð þátt í seríunni 'Alheimurinn' sem stöð 2 er að sýna þessa dagana rifjast upp fyrir mér að við erum ekkert. Það sem gerist á þessari jörðu skiptir ekki nokkru máli, hvað þá lítil persónuleg vandamál sem hver og einn burðast með. Við erum sýklar á drullukúlu sem flýgur í kringum eldhnött. Óþarfi að flækja það eitthvað meira. Í þættinum er stjörnufræðin rakin fyrir áhorfandann eins og hann sé 5 ára, sem kemur sér vel í mínu tilviki.
Þrátt fyrir þessa uppgötvun mína mun ég halda þessari ruglsíðu gangandi þar til ég hef ekkert að segja. Það styttist í að hún syngi sitt síðasta miðað við síðustu daga af dagbókarfærslum. Sjáum til.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.