fimmtudagur, 24. apríl 2003

Mér hefur loksins tekist hið ómögulega. Í dag gerði ég algjörlega ekki neitt. Ég vaknaði um kl eitt í dag og síðan þá hef ég ekkert gert. Vann ekkert, því í dag er tilgangslausasti frídagur ársins (sumardagurinn fyrsti), skokkaði ekkert, spilaði ekki fótbolta eða körfubolta, lyfti ekki og fór nánast ekkert út úr húsi. Ég klæddi mig ekki einu sinni í föt, bara stuttbuxur. Borðaði ekki neitt markverkt, í mesta lagi hálfan kexpakka. Ég hef bragðað á lífi hins fábrotna manns og það geri ég ekki aftur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.