föstudagur, 25. apríl 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það eru ótrúlegir hlutir að gerast í lífi mínu. Í kvöld hitaði ég 5 pylsur til að gæða mér á því ég hafði ekkert hesthúsað í allan dag. Þá kom upp smá vandamál. Hversu mikla tómatsósu átti ég að hella á diskinn með pylsunum? Ég tók áhættu, skellti slatta á diskinn kæruleysislega. Þegar liðið var á átið og fjórum pylsum sporðrennt hugsaði ég með mér að þetta gæti gengið upp, tómatsósan virtist vera að hverfa í réttu hlutfalli við pylsuátið. Þegar allar pylsurnar voru búnar var tómatsósan búin og ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að fara aðra ferð eftir tómatsósuílátinu eða þurfa að vaska upp, beiskur á svip, aukatómatsósuna. Í fyrsta sinn á ævi minni gekk eitthvað fullkomlega upp. Ég sé að bjartari tímar eru framundan.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.