föstudagur, 11. apríl 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Helgin framundan og hún er vandlega plönuð. Í kvöld hafði ég hugsað mér að kíkja á Borgarfjörð Eystri en þar er pabbi skólastjóri. Steinn Ármann Magnússon, helmingur Radíusbræðra, leikstýrir þar skólaleikriti og frumsýning verður í kvöld. Á morgun áætlaði ég að fara á Stútungasögu þar sem Björgvin bróðir leikur eitt aðalhlutverkið en leikritið er sett upp af LME. Á sunnudaginn er svo fermingarveisla hjá frænku minni, haldin á Hótel Héraði, mínum gamla vinnustað. Talandi um fermingar, er ekki löngu tímabært að hætta með þær? Þetta er ekkert annað en peningabruðl. Rúmlega 90% þeirra sem fermast eru að því fyrir gjafir og peninga, jafnvel veislu. Fyrir utan það hversu miklir peningar fara í þetta fyrir foreldra og gesti þá er í raun ekkert að gera í fermingarveislu fyrir utan að borða tertur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.