miðvikudagur, 16. apríl 2003
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vaknaði í morgun kl. 7 við gsm símann, gjörsamlega uppstíflaður en það er önnur saga. Ætlaði að stilla símann á 7:25 því ég var mjög þreyttur en missti hann í staðinn í gólfið, skjámyndin fraus og ekkert gekk að fá hann til að virka. Tók ég þá upp á því að reyna taka rafhlöðuna úr og setja hana í aftur til að endurræsa símann en hún sat pikkföst. Eftir ca 5-10 mínútur stóð ég upp, náði í hníf og reyndi að ná batteríinu úr, sem gekk loksins. Þá segir síminn mér að klukkan sé orðin 7:55 og ég of seinn í vinnu. Ég stökk á fætur, klæddi mig og valhoppaði út í bíl af einskærri morgunhamingju en þar er lítil klukka sem sagði mér að klukkan hafi bara verið 7:20. Til að fullvissa mig um það athugaði ég sjónvarpið. Þá var klukkan orðin 7:25 og tími til að fara á fætur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.