Aðalhlutverk: | Jeff Bridges og Maggie Gyllenhaal. |
Bíó og tímasetning: | Regnboginn, þriðjudaginn 20. apríl kl. 20:00. |
Félagsskapur: | Pabbi og troðfullur salur 3, sem er pínulítill. |
Saga myndar: | Fylgst er með gömlum köntrí söngvara sem man sinn fífil fegurri. Hann drekkur of mikið og verður hrifinn af yngri konu. |
Leikur: | Jeff Bridges sýnir stórleik. Það er hrein unun að fylgjast með honum í þessari mynd. Maggie Gyllenhal er hinsvegar eins og pappír á að horfa, bæði hvað leik og útlit varðar. Engin útgeislun heldur. |
Annað varðandi mynd: | Jeff Bridges syngur öll lögin sjálfur. Og þau eru mjög vel sungin og nokkuð góð, þrátt fyrir að vera köntrí. |
Fróðleikur: | Fyrsta lína myndarinnar er "Not another bowling alley" sögð af Jeff Bridges og er líklega vísun í The Big Lebowski, sem er líklega hans frægasta mynd, skiljanlega. |
Stjörnugjöf: | Sagan er frekar dauf en leikur Jeff Bridges og söngur bætir það upp og vel það. 3 stjörnur af 4. |
laugardagur, 24. apríl 2010
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Flokkað undir
Kvikmyndir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.