Í gærkvöldi tók ég þátt í risa pókermóti á netinu. Þegar leikar hófust höfðu 10.312 manns skráð sig og ég skjálfandi og öskrandi úr spennu.
Eftir tvo tíma af stífri spilamennsku var ég í topp 500 og rétt tæplega 2.000 manns eftir. Næstum klukkutíma síðar fór allt til fjandans þegar ég þurfti að pissa.
Ég endaði í 557. sæti. Efstu 1.300 sætin fengu verðlaunafé. Ég ákvað strax að þessi peningur færi í háskólasjóð barna minna.
Ef ég legg öll 40 centin inn á reikning strax, ætti ég að vera búinn að ávaxta féið upp í andvirði háskólasamloku eftir 30 ár. Ég fresta því barneignum um 10 ár í viðbót.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.