þriðjudagur, 2. febrúar 2010

Eftirfarandi myndir áttu sér stað frá klukkan 22:30 á laugardagskvöldinu til klukkan 22:30 kvöldið eftir. Hægt er að smella á allar myndir fyrir stærra eintak í nýjum glugga.


Fór í bíó á laugardagskvöldið á myndina The book of Eli (Ísl.: Bókin hans Ella). Hún er vel gerð og leikin en handritið aulalegt á köflum. Plottið sjálft er glórulaust en þannig virka víst vísindaskáldsögur. 1,5 stjarna af 4.



Ég svaf ágætlega um nóttina.



Á sunnudaginn tók ég langan göngutúr í Laugardalnum.


Í garðinum var þessi stytta. Mig grunar að fyrirmyndin hafi ekki verið sátt við rassastærðina.


Það er ómögulegt að ímynda sér betra gönguveður. Ég reyndi að fanga það á þessari mynd. Það mistókst.

Næst fór ég í heita pottinn í Laugardalslaug. Þar var ég beðinn um að eyða öllum myndunum sem ég tók.



Þaðan fór ég beint að borða á American Style með Jónasi Reyni. Ég prófaði svolítið nýtt á myndavélinni; paint cartoonish stillinguna. Mjög ánægður með árangurinn.



Eftir svona góðan dag var erfitt að klára hann ekki með ljóðakvöldi á Kaffi Rósenberg. Ég fór því þangað en þar, fyrir einhverja tilviljun, var Björgvin bróðir og ca 7-8 aðrir með ljóðalestur og tónlistaratriði. Mjög góð skemmtun í góðra vina hópi.

Dagurinn fær 4 stjörnur af 4. Vantaði reyndar smá kvenmannsnekt, en hún hefði hefði líklega lítið gert fyrir söguþráðinn hvort eð er.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.