Mig grunar að ég leigi íbúð með bilaðasta salerni landsins. Hér er listi yfir það sem hefur bilað frá því ég flutti inn í byrjun ágúst 2009 (fyrir 5 mánuðum):
* Sturtuhausinn sprakk af í einhverri sturtuferðinni. Nýr sturtuhaus var keyptur.
* Sturtan lak svo veggurinn í anddyrinu bóglnaði út. Það var lagað.
* Snagi er að hruni kominn. Ekki er stefnt á viðgerð.
* Salernistankurinn hleður sig illa. Ekki hægt að gera við. Nýtt salerni á leiðinni.
* Vaskurinn tæmist illa. Viðgerð á næstunni.
* Gólfflísarnar er rosalega forljótar. Reyni að líta ekki á þær.
* Spegillinn sýnir ósmekklegan mann þegar ég lít í hann. Skipti um spegil á næstunni.
* Pera sprakk í gærkvöldi. Ég stefni á gera við hana í kvöld.
Veggirnir hafa amk ekki bilað. Það er eitthvað.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.