Í dag keppti Ísland í handbolta klukkan 1. Ég veit ekki hvernig leikurinn fór en veit hinsvegar að það var ekki nokkur maður í Kringlunni á meðan.
Ég nýtti mér það og lét starfsfólkið dansa í takt við skipanir mínar og beiðnir. Ég meira að segja gekk svo langt að fara í Bónus í fyrsta skipti í rúm tvö ár en það forðast ég af sömu ástæðum og ég forðast nautahlaupin á Spáni.
Svo ég þakka hér með Íslenska handboltalandsliðinu fyrir að hjálpa mér að versla í Bónus án þess að verða traðkaður niður af snarvitlausum, handboltadýrkandi húsmæðrum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.