fimmtudagur, 7. janúar 2010

Fyrir tveimur árum kynntist ég tónlistarmanninn Sebastien Tellier. Fór meira að segja á tónleika með honum. Hann varð því fatt ársins 2008 hjá mér.

Tónlistarfatt ársins 2009 var hinsvegar rafpoppsveitin La Roux. Dæmi:

La Roux - Quicksand



Í öðru sæti var raftónlistarmaðurinn Vitalic. Dæmi:

Vitalic - Vooo



Uppáhaldsmyndbandið mitt á árinu 2009 var með Sebastien Tellier. Við lagið Kilometer, nánar tiltekið (sem er eitt af mínum uppáhaldslögum).


Myndbandið fjallar um gullfallegan og sjarmerandi mann sem býður nokkrum hefðardömum í partí með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Mjög sannfærandi myndband. Tellier bregst aldrei bogalistin.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.