sunnudagur, 3. janúar 2010

Ég er kominn aftur "heim" til Reykjavíkur með hjálp Flugfélags Íslands.

Bíllinn minn, sem beið mín á flugvellinum ískaldur eins og hugur minn til hans, tók upp á því, eftir aðeins 10 mínútna akstur, að biðja mig vinsamlegast um að stöðva "bifreiðina" þar sem eitthvað amaði að vélinni, að sögn.

Þá hefur bíllinn bilað 18 sinnum síðan ég keypti hann árið 2005. En bara einu sinni á þessu ári, sem verður að teljast gott.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.