föstudagur, 25. september 2009

Nýlega hóf ég að taka að mér verkefni utan vinnu sem fela í sér ýmiskonar verkun í Excel. Ég gerði nafnspjald tengt þessum verkefnum sem var mjög einfalt; með nafni, símanúmeri og hvað ég sérhæfi mig í á hvítum grunni og án mynda. En vinir mínir sögðu það of einfalt.

Svo ég byrjaði að hugsa nafnspjaldið upp á nýtt. Niðurstaðan er hér að neðan:

[Smelltu á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga]

Nafninu mínu er breytt í tölur eftir því hvar í íslenska stafrófinu stafirnir í því eru að finna. Símanúmerinu er svo bætt við í secondary axis (þessi hægra megin).

Ef mögulegir viðskiptavinir mínir átta sig ekki á þessu eru þeir fyrir neðan mína virðingu og þarmeð ekki mögulegir viðskiptavinir mínir!

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.