sunnudagur, 16. ágúst 2009

Ég tók eftir einu við að horfa á There's something about Mary á DVD í kvöld; myndin er stórskemmtilega þýdd. Nokkur dæmi:

Sena: Mary er að tala við Ted þegar þau eru unglingar um áhugamál sín.
Mary: "This time it's the 49ers all the way!"
Rétt þýðing:
Mary: "Í þetta sinn eru það 49ers [ruðningslið] alla leið!"
Þýðing á DVD:
Mary: "Í ár eru það miðaldra menn alla leið"

Sena: Ted er að hitta Mary og Warren bróðir hennar í fyrsta sinn í langan tíma.
Warren: "Piggy back ride!"
Ted: "I'll take a rain check this time"
Rétt þýðing:
Warren: "Hestbak!"
Ted: "Ég ætla að eiga það inni í þetta skipti"
Þýðing á DVD:
Warren: "Hestbak!"
Ted: "Ég ætla að tékka á rigningunni núna"

Sena: Healy hittir Mary á golfsvæðinu og ræðir við hana.
Mary: "Are you...an architect?"
Healy: "Well, just until I get my PGA Tour card."
Rétt þýðing:
Mary: "Ertu...arkítekt?"
Healy: "Bara þar til ég fæ PGA golfkortið"
Þýðing á DVD:
Mary: "Ertu...arkítekt?"
Healy: "Bara þar til ég fæ leiðsögumannakortið"

Ég vil gjarnan lesa þessa þýðingu inn fyrir rétt tal, til að gera myndina enn fyndnari.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.