föstudagur, 21. ágúst 2009

Ég er einstaklega óheppinn með hö ("Ha" í fleirtölu). Þau eru nánast alltaf misskilin. Nokkur dæmi eru þúsund orða virði, ca:

Dæmi 1:
Einhver (A): [segir eitthvað]
Ég: "Ha?"
A: "Akkúrat! Ótrúlegt."
Ég: "Aha...einmitt. Ótrúlegt."

Dæmi 2:
Einhver (B): "[orð sem ég heyri ekki]...ólífusúpa?"
Ég: "Ha?"
B: "Ólífusúpa?"
Ég: "Ólífusúpa hvað?"
B: "Bara ólífusúpa. Eða brauð kannski?"
Ég: "Endurtaktu alla spurninguna!"
B: "Djöfull hata ég þig."

Dæmi 3:
Einhver (C): "Svo dansaði ég í leynum framundir morgunn."
Ég: "Er það?"
C [heyrist ég segja "eh... ha?"]: "Svo dansaði ég í leynum framundir morgunn!"
Ég: "Já, er það?"
C: "Ég dansaði í fucking leynum framundir andskotans morgunn, helvítis fíflið þitt!"
Ég: "já ok."

Vegna þessa dæma (sem gerast hvert ca einu sinni á dag) hef ég ákveðið að hætta að spyrja "ha?". Þess í stað hleyp eins hratt og ég get í burtu frá manneskjunni reynir að eiga samskipti við mig.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.