Það má vel vera að ástandið á Íslandi sé vont; að tekju- og söluskattur sé að hækka, hátekjuskattur sé að koma, laun séu að lækka, lán séu að hækka, vextir séu mjög háir, verðlag að hækka og atvinnuleysi hátt en...
...
ég fæ allavega enn ókeypis í bíó, þar sem Sena er systurfélag 365. Sena var seld nýlega. Þarf að borga í bíó hér eftir, eins og viðbjóðslegur almenningur.
...
við getum allavega sótt okkur höfundavarið efni á Piratebay um ókomnar aldir. Piratebay var víst seldur um daginn til kapítalískra svína (ath. ágiskun).
...það kostar ekkert að vera drullusama um þetta.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.