föstudagur, 24. júlí 2009

Ég hef komið með helst til of margar alhæfingar um muninn á kynjunum sem ég hef svo brennt mig illa á stuttu síðar. Síðast talaði ég um að allar konur pissuðu í kopp á meðan allir karla borðuðu popp.

Sú kenning var fljótlega afsönnuð af Sænsku vísindaakademíunni með rannsókn sem spannaði 6 ár af þrotlausum prófunum.

Í dag uppgötvaði ég þó það eina sem aðgreinir kynin. Munurinn á kynjunum er í hnotskurn:

Allir karlmenn elska yfirvaraskegg.
Allar konur hata yfirvaraskegg.


Allt annað er nákvæmlega eins. Rannsóknin er byggð á athugasemdum kynjanna við öllu yfirvaraskeggtengdu á Facebook.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.