Nýlega benti vinur minn mér á að læsa skápnum í ræktinni svo engu verði stolið. Ég hef ekki læst skápnum mínum í þá 18 mánuði sem ég hef verið að æfa en tók tillöguna til íhugunar.
Þetta gerist þegar ég kem heim:
1. Ég læsi bílnum.
2. Ég opna blokkina sem ég bý í með lyklum.
3. Ég opna pósthólfið mitt með lyklum og læsi svo aftur.
4. Ég opna íbúðina með lykli.
5. Ég fer að pissa og læsi hurðinni.
Mér finnst andskotans nóg að ég rogist áfram með 4 gerðir af lyklum alla daga. Ég ætla því ekki að læsa skápnum mínum líka og þurfa að burðast með lykil í ræktinni eins og fífl. Þess í stað ætla ég að koma með tillögu:
Bannað skal með lögum að stela.
Ég vona að pólitíkusar lesi þetta og geri eitthvað í þessu. Ég á ekki að þurfa að þola alla þessa lykla.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.