þriðjudagur, 21. apríl 2009

Fréttir:

* Það lítur út fyrir að í blokkinni sem ég bý sé draugagangur. Amk þrisvar sinnum í viku heyrast ópin frá þessum kvendraugi, sem stigmagnast þar til hámarki er náð. Þá virðist draugurinn sofna. Þangað til það gerist ligg ég andvaka í rúminu að sturlast úr hræðslu.

* Í dag var ég í fríi frá vinnunni í tilraun minni til að eyða þessu andskotans sumarfríi frá í fyrra. Ég fékk 5 símtöl frá vinnunni og endaði á því að fara í vinnuna og vinna í ca klukkutíma. Besta sumarfrí sem ég hef tekið.

* Síðustu 4 daga hef ég gert 6 tilraunir til að fara í bíó með fólki. Í dag tókst það loksins þegar ég fór í bíó klukkan 18:00 á myndina State of play. Kókið var fínt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.