laugardagur, 10. janúar 2009

Nú hef ég víðtæka reynslu af kvenfólki. Ekki aðeins hef ég séð nokkrar í ræktinni heldur eiga vinir mínir nánast allir kærustur. Ég veit því ýmislegt.

Tvennt hef ég lært á þessari gríðarlegu reynslu:

1. Hver einasti kvenmaður elskar ferðalög. Ef hún gerir það ekki eru allar líkur á því að hún aki vörubíl. Ekki að það sé neitt að því.

2. Ekki nokkur kvenmaður hefur [kynferðislegan eða annan] áhuga á Excel. Ótrúlegt en satt.

Þessi tvö atriði útiloka að ég geti átt allt sameiginlegt með einhverri stelpu þar sem ég fyrirlít ferðalög og ber lostafullan hlýhug til Excel. En nóg um mig.

Þetta var fyrsta kennslustundin í stelpur 103 netáfanganum. Próf í vor.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.