Í fréttum er þetta helst:
* Ég er kominn aftur í rigninguna og blíðuna í Reykjavík. Ferðin hefði verið erfið ef ekki hefði verið fyrir stórkostlega aksturhæfileika mína og mjög góða færð.
* Ég á útrunnið morgunkorn. Ég vissi ekki að morgunkorn gæti runnið út, amk ekki á mannsævi. Mér skjátlaðist og stend hérmeð leiðréttur. Ég er betri maður fyrir vikið, þó ég sakni morgunkornsins míns. Ég hélt við yrðum gömul saman.
* Ég hef fundið endanlega lækningu við þreytu; hálft kíló af blandi í poka. Magaverkurinn verður svo óbærilegur að þú gleymir hversu þreyttur þú ert. Það er líka erfitt að sofna ælandi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.