miðvikudagur, 14. janúar 2009

Í dag fór eftirfarandi atburðarás fram:

1. Ég svaf yfir mig.
2. Ég kom mjög hugsi í vinnuna.
3. Ætlaði að taka lyftu á 4. hæð, þar sem ég vinn. Ég er yfir stigagöngu hafinn, þar sem ég er háttvirtur viðskiptafræðingur.
4. Þegar í lyftuna var komið gleymdi ég að ýta á takka, svo hugsi var ég.
5. Hurðin lokaðist og ég hugsaði.
6. Ca. mínútu síðar opnaðist lyftuhurðin aftur. Lyftan var enn á 1. hæð og ég djúpt hugsi.
7. Sá sem opnaði lyftuna hélt að ég væri að koma niður af 4. hæð, svo ég spilaði með og fór út.
8. Ég labbaði, mjög hugsi, upp á 4. hæð, þrátt fyrir að vera háttvirtur viðskiptafræðingur.

Eftir þetta ævintýri finnst mér ég nánast ekkert yfir sótsvartan almúgann hafinn, enda gekk ég upp á 4. hæð.

Allavega, hér er það sem ég var að hugsa í lyftunni og stiganum:







Nokkur atriði varðandi þessa könnun:
1. Allir að taka þátt!
2. Frekar pirrandi að geta ekki hugsað Íslenska stafi. Þarf að kíkja til læknis líklega.
3. Ég bætti Lindu Pétursdóttir við könnunina ef svo ólíklega vill til að einhver stelpa lesi síðuna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.