Aðeins tveir íslenskir karlmenn gætu mögulega verið ofurhetjur, útlitslega séð, samkvæmt talsverðri greiningarvinnu yfir helgina. Sá fyrri:
Bjarni Benediktsson, stjórnmálamaður.
Hann væri spillta ofurhetjan þar sem hann er sjálfstæðismaður, auðvitað. Hann myndi mjög líklega setja auglýsingar á búninginn sinn, aðeins bjarga ríka fólkinu frá því fátæka og setja óhæfan lögmann og vin sinn sem seðlabankastjóra.
Sá seinni:
Þorgrímur Þráinsson, barnabókahöfundur.
Hann væri góða og réttláta ofurhetjan. Aðallega af því hann er á móti reykingum, er gríðarlega vinalegur í framkomu og er ljóshærður.
Nú hefst leitin að ofurskúrkunum. Tillögur eru vel þegnar.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.