Í fyrradag gleymdi ég að minnast á leik UMFÁ gegn KFF Þóri, sem fram fór í gærkvöldi á Álftanesi kl 19:15 (fyrir þá sem eiga tímavél).
Í gærkvöldi gleymdi ég svo að tilkynna úrslit leiksins en hann fór 85-62 fyrir UMFÁ, eftir 21-3 yfirburða fyrsta leikhluta.
Til gamans má geta þess að ég var í byrjunarliði UMFÁ að þessu sinni. Því miður segir það ekkert um getu mína í körfubolta. Ég er couscous liðsins; hvorki góður né slæmur, bara uppfyllingarefni í máltíðina/liðið. Ennfremur veld ég stundum uppköstum, en bara hjá áhorfendum.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.