miðvikudagur, 22. október 2008

Upphaflegur tilgangur þessarar síðu var að skrifa eingöngu færslur um aðsókn á síðuna. Því miður fóru þá hlutir í að gerast í lífi mínu sem ollu því að þannig færslur urðu undir og nánast hurfu.

Til að bæta upp fyrir þetta klúður er hér færsla um aðsóknina á þetta blogg síðustu þrjú og hálft ár.

Fyrst fáum við tvær myndir:

Mynd 1

Mynd 2

Á mynd 1 má sjá að aðsóknin á þessa síðu var upp á sitt best í ágúst 2005, eða um 140 gestir á dag. Þá hófst eitthvað vanskapað hamingjutímabil sem olli því að aðsóknin hrundi niður í 65 gesti á dag í janúar 2006.

Þá tók ég upp á þeirri snilldar stefnu að taka athugasemdir út, sem olli áframhaldandi hruni. Þær voru svo settar aftur inn í október 2006 og því fylgdi lítilsháttar uppsveifla. Í júní 2007 var botninum svo náð þegar síðunni var lokað í nokkrar vikur og stefna síðunnar endurskoðuð.

Eftir það hefur síðan verið á uppleið ef litið er til daglegra gesta. Ef litið er á 12 mánaða meðaltalið má svo sjá stefnu aðsóknarinnar. Hún vísar upp.

Á mynd 2 má svo sjá meðaltal daglegra gesta á mánuði tvö síðustu ár, borið saman við meðaltal daglegra gesta á mánuði það sem af er ári 2008. Það lítur út fyrir að við séum yfir meðaltalinu, sem er gott.

Þetta ætti að róa hluthafa veftímaritsins, sem hafa hringt í mig látlaust síðan bankarnir hrundu. Veftímaritið Við Rætur Hugans stendur sterkt og er á uppleið. Ég hugsa að ég splæsi á mig 200 milljóna snekkju af því tilefni. Stafrænni, auðvitað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.