þriðjudagur, 7. október 2008

Í gærkvöldi benti ég öllum vinum mínum á að, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, væri bensínið að hækka í dag um allt að 20 krónur/líterinn vegna gengishruns krónunnar.

Ég sagði fólki að hætta því sem það var að gera, hlaupa á næstu bensínstöð (helst nakið) og taka allt það bensín sem það gæti, eins og ég gerði.

Í morgun lækkaði bensínið um 11 krónur/líterinn.

Ef við gerum ráð fyrir að hver vina minna hafi tekið 40 lítra af bensíni í gær í stað þess að bíða með það til dagsins í dag þá fáum við að hver vina minna hafi eytt 440 krónum vegna mín (40 lítrar * 11 krónur).

Ef við margföldum þessa tölu svo með fjölda vina minna þá fáum við út að ég hef valdið 0 króna skaða alls (440 krónur * 0 vinir). Fjúkk að ég á enga vini.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.