Ég man mjög vel hvað ég hef verið að gera á meðan helstu atburðir í lífi mínu áttu sér stað. Hér eru tæmandi listi:
* 11. september 2001: Árás á tvíburaturnana. Ég var sofandi eftir næturvakt. Vaknaði ca 7 tímum eftir árásina í góðum gír.
* 11. september 2002: Anna Lindh myrt. Ég lagði mig eftir vinnu og svaf þetta af mér.
* 17. janúar 2003: Ég sló svefnmet með því að sofa 24 klukkutíma samfleytt. Ég var sofandi.
* 19. júní 2003: Styrmir bróðir eignast fyrsta barn okkar systkina; Kristján Frey. Ég var steinsofandi, einhverra hluta vegna.
* 5. janúar 2008: Missti sveindóminn. Náði að sofa það af mér. Tilkynnti lögreglu þegar ég vaknaði.
Og nú það nýjasta:
* 6. október 2008: Geir H. Haarde tilkynnir að sá síðasti til að yfirgefa Ísland eigi að slökkva á eftir sér. Ég var að blogga. Þessa færslu.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.