Síðastliðinn sólarhring hafa þrjár manneskjur sagt mig "góðan mann", "yndislegan einstakling" og "góðhjartaðan strák", bæði í hæðni og í alvöru.
Fyrir utan hversu vel þetta sýnir að þessir aðilar þekkja mig ekki neitt þá er þetta eitt það versta sem einhleypur maður fær að heyra, þar sem góðu náungarnir klára alltaf síðast (sem ég hélt að væri gott fyrir hinn aðilann).
Ég launaði þeim ummælin með faðmlagi, sem voru kannski ekki bestu viðbrögðin hvað langtímataktík varðar.
Allavega, ég hef ákveðið að breyta um stíl. Í hvert sinn sem einhver segir eða gefur til kynna að ég sé góður einstaklingur fær sá hinn sami að kenna á extra sterku faðmlagi. Einnig mun ég drepa kettling.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.