fimmtudagur, 11. september 2008

Í gærkvöldi ætlaði ég að vera hetja og skipta um dekk á Renault bifreið einni.

Löng saga stutt: það byrjaði fljótlega að blæða úr höndunum á mér og ég braut felgulykil eiganda bílsins. Ekki nóg með það heldur braut ég líka minn eigin felgulykil skömmu síðar. Þá ákvað ég að gefast upp, með tárin í augunum.

Þessi atburður ætti að útskýra fyrir fólki dapra grímuklædda náungann í fjólubláa latex samfestingnum, haldandi á brotnum felglulyklum, útataður í blóði á gangi i Hafnarfirði í gærkvöldi.

Ein versta hetjuför mín þessa vikuna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.