miðvikudagur, 9. apríl 2008

Heilsukúrinn minn byrjar mjög vel. Í morgun fékk ég mér morgunmat; brauð með osti og eggjum ásamt kókómjólk í mötuneyti 365.

Það var reyndar bara til sykurskert kókómjólk. Eins og alþjóð veit er það viðbjóður, svo ég fékk mér kók í staðinn. Eggin voru líka búin og til að bæta upp fyrir þau fékk ég mér súkkulaði. Það voru svo bara mjög litlir brauðendar eftir, sem mér fannst ekki þess virði að kaupa þannig að ég sleppti því.

Það er erfitt að lýsa því hversu góð tilfinning það er að borða bara hollt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.