miðvikudagur, 2. apríl 2008

Í dag tala ég í hlekkjum. Ég hef þrennt að segja:

* Ég hef stigið stórt skref í ást minni á Risa Hrauni með því að stofna aðdáendasíðu Risa Hrauns á Facebook. Skoðið síðuna hér og skráið ykkur, ef þið eruð með Facebook reikning. Annars skoðið mbl.is (handvirkt. Nenni ekki að gera ykkur það auðvelt með hlekki).

* Ég hef bætt við myndum á Flickr reikninginn, öðru nafni GSM bloggið. Hér getið þið séð allar myndirnar með smá útskýringu á hverri mynd, eða afsökunarbeiðni.

* Ég hef hafið markaðsherferð á sjálfum með til allra kvenna. Hlustið á þetta lag stelpur. Hringið svo í mig. Ég er alls ekki örvæntingafullur. Meira áhugasamur, taugaspenntur, slefandi og skjálfandi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.