Til að sýna fram á hversu illa ég er haldinn af blogghugmyndaleysi þá fylli ég út þennan óskapnað. Ég breyti þessu þó aðeins, hendi út helling af atriðum og rita smá um hvern kross/ókross:
( ) Reykt sígarettu. Ekki reykt sígarettu. En ég hef séð sígarettu.
( ) Lent í slagsmálum. Ekki líkamlegum slagsmálum.
( ) Kysst ókunnuga. Ég er ekki karlhóra, ennþá.
(X) Haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki. Talsverða andúð já.
( ) Farið á blint stefnumót. Ef ég geri það, gefið mér kjaftshögg í magann.
(X) Skrópað í skólanum. Hafa ekki allir gert það?
( ) Kveikt í þér viljandi. Ekki svo ég viti. Ég er ekki mjög emó.
( ) Farið á sjóskíði. Ég hef ekki einu sinni farið á skíði, hvað þá sjóskíði.
( ) Farið á skíði. Ég hef ekki einu sinni farið á sjóskíði, hvað þá skíði.
(X) Hitt einhvern sem þú kynntist á Internetinu. Hef samt aðallega kynnst einhverjum á internetinu sem ég hef hitt í lífinu.
(X) Farið á tónleika. Foo fighters og White stripes.
(X) Tekið verkjalyf. Ég lifi lífinu og tek verkjatöflur.
( ) Búið til snjóengil. Ég trúi ekki á engla.
( ) Haldið kaffiboð. Nei, en ég hef haldið kjafti (lol?).
( ) Byggt sandkastala. Hér eru ekki strandir, hvað þá hæfileikar hjá mér til að gera sandkastala.
(X) Hoppað í pollum. Meira dottið í polla samt.
(X) Farið í "tískuleik". Ég var mjög fullur! Og í dópi. Og bara barn.
( ) Hoppað í laufblaðahrúgu. Ég man ekki eftir að hafa séð laufblaðahrúgu um ævina.
( ) Rennt þér á sleða. Ég nánast bjó á sleða þegar ég var yngri.
( ) Verið einmana. Nei, ég hef aldrei verið einmanna. Það er...jú ok.
(X) Sofnað í vinnunni/skólanum. Hef samt vakað miklu meira í vinnunni en sofið.
( ) Horft á sólarlagið. Nei, loka alltaf augunum þegar sólin er að setjast.
( ) Fundið jarðskjálfta. Ekki náttúrulegan.
(X) Nýlega keypt The Trumanshow og Johnny Dangerously á DVD. Vá. Þetta er góður listi.
(X) Verið kitlaður. Af kitluræningjanum.
(X) Verið rændur. Sjá svar að ofan.
(X) Verið misskilinn. Á Subway matsölustað í Minnesota, USA. Bað um Subway Melt við lítinn skilning svartasta manns sem ég hef séð.
( ) Klappað hreindýri/geit/kengúru. Þið hafið engar sannanir fyrir þessu.
(X) Ekki nennt að klára lista.
(X) Kysst spegil. En ég hef afsökun. Hélt ég væri að kyssa sjálfan mig.
(X) Liðið eins og þú passaðir ekki inn. Þá er bara að nota sleipiefni.
( ) Borðað líter af ís á einu kvöldi. Aldrei lítra eða minna.
(X) Verið vitni að glæp. Er maður ekki vitni þegar maður fremur glæpinn sjálfur?
( ) Efast um að hjartað segði þér rétt til. Efast um að hjartað geti talað, já. Annars nei.
(X) Leikið þér berfættur í drullunni. Ekki spyrja hvaða drullu.
(X) Farið í löggu og bófa leik. Hef samt ekki farið í þannig leik í margar margar vikur.
(X) Hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér. Nema það var ekki gos og ekki nef.
(X) Stungið út tungunni til að ná snjókorni. Náði því ekki.
(X) Fyllt út vonlausan lista af því þig vantar blogghugmyndir.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.