Stundum er ég spurður "hvernig líður vinum þínum?" og ég hef hingað til svarað "Ég á erfitt með að svara þessari spurningu þar sem ég get ekki tekið meðaltal og staðalfrávik af lýsingarorðum".
Þangað til núna! Nýlega hef ég sannfært vini mína um að svara í tölum (á skalanum 0-10) um það hvernig þeim líði. Í morgun svöruðu svo í fyrsta sinn nógu margir til að ég geti svarað þessari spurningu með 95% öryggisbili.
Vinum mínum líður að meðaltali 7,13 af 10 með staðalfrávik 0,63, sem þýðir að þeim líður öllum frekar svipað vel.
Frábært.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.