Í gær var ég pantaður í módelstörf klukkan 14:00 í dag. Ég mætti að sjálfsögðu og stóð mig nokkuð vel sagði konan sem tók myndirnar. Sérstaklega á erótísku hálf-nektarmyndunum.
Markaðurinn fyrir þessar myndir er frekar lítill; taugaskurðlæknir bað um þær. Það er því skiljanlegt að ég hafi ekki fengið neitt borgað fyrir myndatökuna, heldur þurfti að greiða rúmar 7.000 krónur fyrir. Svo má ég ekki heldur fá eintak af þessum röntgenmyndum í portfólíó möppuna mína, sem er ennþá tóm.
En samt, mitt fyrsta gigg orðið að veruleika.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.