Á morgun, laugardaginn 19. janúar, fer fram leikur UMFÁ gegn ÍBV á Álftanesi (klukkan 16:00). Ég skora á sem flesta að mæta og hvetja sinn mann áfram (Davíð Frey).
Ég er strax farinn að kvíða þessum leik, ekki af því ég sýg rassgat (myndlíking!) á vellinum heldur vegna þess að ég þarf að setja linsur í augun á mér fyrir leikinn. Ég get ekki ímyndað mér neitt ömurlegra en að hnoðast með puttana í augunum á mér. Ef ég verð heppinn stingur einhver augun úr mér á leiðinni heim á eftir.
Allavega, mætið og sjáið mig rauðan um augun. Og UMFÁ vinna.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.